Gáleysi eða einbeittur brotavilji

Þetta gætu verið asnar

Ég á erfitt með að bekenna það að fólk sem ég þekki sé illa innrætt.

Þess vegna hef ég gefið alls kyns fólki séns á að vilja vel en skilja bara ekki afleiðingar gjörða sinna, atkvæða eða skoðana.

Fólkið sem ennþá gefur Frosta séns af því að hann hefur svo mikinn áhuga á nýsköpun, en skautar alveg framhjá því að honum finnst bara allt í lagi að höft verði hér allsráðandi til frambúðar, því þeir komi til með að fá undanþágu sem eiga að fá hana.

Fólkið sem er á því að það viti hvað komi út úr samningum um Evrópusambandsaðild og þess vegna þurfi ekki að klára málið og greiða svo atkvæði um. Það sé leið sátta.

Fólkinu sem finnst allt í lagi að ganga gegn eigin prinsippum bara af því að það gagnast þeim í einhverju dægurþrasi um stjórnmál.

Fólkinu sem kaus liðið sem augljóslega var að ljúga til um áhuga sinn á þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg málefni.

Fólkinu sem finnst allt í lagi að kjósa fólk sem talar um vondu útlendingana og notar gildishlaðin orð eins og svikara, krossfara, niðurrifsöfl um þá sem eru ekki sammála þeim í einu og öllu.

Fólkinu sem segir ekkert þegar mennirnir sem það kaus leggja lykkju á leið sína til að standa þétt að baki alls kyns einræðisherrum, jafnvel sama daginn og þeir láta skjóta á eigin þegna.

En ég er að hugsa um að hætta að gefa þessu fólki séns á að geta bæði viljað vel og stutt svona ósóma. Það hefur enga afsökun, engar málsbætur, enga reisn, enga æru.